Þjónustuskilmálar

Þessi samningur er á milli þín og stuðningsaðila IndexNow.org: Yandex N.V. og Microsoft Corporation (í þessum samningi saman nefnd „stuðningsaðilar“, „við“ eða „okkur“). Þegar þú notar vefsvæðið IndexNow.org („vefsvæðið“) samþykkir þú eftirfarandi skilmála („þjónustuskilmálar“).

Gildissvið þjónustuskilmála; leyfi


Þessir þjónustuskilmálar stjórna notkun þinni á vefsvæðinu. Höfundarréttur stuðningsaðilanna að forskrift samskiptareglna fyrir veftré, eins og birt er á vefsvæðinu („forskriftin“) er framseldur þér á grunni Creative Commons Attribution-ShareAlike-leyfisins (útgáfa 4.0). Utan höfundarréttar stuðningsaðilanna í þessari forskrift eru engin önnur hugverkaréttindi veitt né áunnin samkvæmt þessum þjónustuskilmálum eða í gegnum notkun þína á veftrjám, hvort sem er beint eða óbeint, eða á hvern annan hátt.

Breytingar á vefsvæði og þjónustuskilmálum; breytingar í forskrift


Við kunnum að breyta eða taka vefsvæðið úr umferð, af hvaða ástæðu sem er, og án fyrirvara. Við áskiljum okkur einnig rétt til að breyta þjónustuskilmálunum þegar við teljum henta, án fyrirvara, og þú samþykkir að vera bundin(n) af slíkum breytingum þegar þær eru birtar á vefsvæðinu. Óháð því sem hér á undan hefur farið samþykkja stuðningsaðilarnir að breytingar sem þeir gera á þessum þjónustuskilmálum muni ekki afturkalla eða breyta leyfinu sem veitt er í málsgrein 1, hér að ofan, að því er varðar notkun eða framkvæmd forskriftarinnar fyrir þá dagsetningu sem breytingin er birt. Lestu þessa þjónustuskilmála með reglulegu millibili til að vera upplýst(ur) um hverjar þær breytingar sem kunna að eiga sér stað.

Stuðningsaðilarnir áskilja sér rétt, hvenær sem er, með eða án undangenginnar tilkynningar til þín, til að gera breytingar á samskiptareglu og/eða forskrift veftrjáa, þ.m.t. án takmarkana, að gera breytingar sem leiða til þess að fyrirliggjandi veftrjáaskrár í þinni eigu verða ósamhæfar uppfærðri samskiptareglu. Stuðningsaðilarnir munu ekki verða skaðabótaskyldir gagnvart þér vegna slíkra breytinga. Hver og einn stuðningsaðilanna áskilur sér rétt til að nota, eða nota ekki, samskiptareglu veftrjáa að hluta eða í heild, í einhverri eða öllum vörum sínum og þjónustu, og enginn stuðningsaðili skal vera skuldbundinn til að lykla, lesa eða á annan hátt nota veftré sem þú hefur birt. Án takmörkunar á því sem á undan hefur farið áskilja stuðningsaðilarnir sér rétt til að hætta notkun samskiptareglu veftrjáa, hvenær sem er, í einhverri eða öllum vörum sínum og þjónustu.

Afsal ábyrgðar


Stuðningsaðilar afsala sér hvers kyns ábyrgð eða bótaábyrgð á nákvæmni, efni, heilleika, áreiðanleika eða virkni eða framboði upplýsinga eða efnis sem birt er á vefsvæðinu. Stuðningsaðilar afsala sér einnig ábyrgð á tjóni sem hlýst af notkun forskriftarinnar eða niðurhali eða aðgangi að upplýsingum eða efni á internetinu í gegnum vefsvæðið.

VEFSVÆÐIÐ, FORSKRIFTIN OG ALLT EFNI, UPPLÝSINGAR OG ÞJÓNUSTA SEM FINNA MÁ Á VEFSVÆÐINU ERU AFHENT „EINS OG ÞAU KOMA FYRIR“, ÁN HVERS KYNS ÁBYRGÐAR. STUÐNINGSAÐILARNIR OG LEYFISVEITENDUR ÞEIRRA AFSALA SÉR, AÐ ÞVÍ MARKI SEM LÖG LEYFA, ALLRI BEINNI, ÓBEINNI OG LÖGBOÐINNI ÁBYRGÐ, Þ.M.T. ÁN TAKMARKANA, Á SÖLUHÆFI, NOTAGILDI Í ÁKVEÐNUM TILGANGI OG VÖRN GEGN BROTUM Á EINKALEYFISRÉTTI. STUÐNINGSAÐILARNIR OG LEYFISVEITENDUR ÞEIRRA AFSALA SÉR ALLRI ÁBYRGÐ Á ÖRYGGI, ÁREIÐANLEIKA, TÍMANLEIKA OG AFKÖSTUM VEFSVÆÐISINS. STUÐNINGSAÐILARNIR OG LEYFISVEITENDUR ÞEIRRA AFSALA SÉR ALLRI ÁBYRGÐ Á UPPLÝSINGUM EÐA RÁÐGJÖF SEM VEITT ER Í GEGNUM TENGLA Á VEFSVÆÐINU.

ÞÚ SKILUR OG SAMÞYKKIR AÐ ÞÚ SÆKIR EÐA Á ANNAN HÁTT NÁLGAST EFNI EÐA GÖGN Í GEGNUM NOTKUN VEFSVÆÐISINS Á ÞÍNA EIGIN ÁBYRGÐ OG ÁHÆTTU, OG AÐ ÞÚ BERIR EIN(N) ÁBYRGÐ Á HVERJUM ÞEIM SKEMMDUM Á TÖLVUKERFI EÐA GAGNATAPI SEM REKJA MÁ TIL NIÐURHALS Á SLÍKU EFNI EÐA GÖGNUM.

Takmörkun á bótaábyrgð


UNDIR ENGUM KRINGUMSTÆÐUM SKULU STUÐNINGSAÐILARNIR EÐA LEYFISVEITENDUR ÞEIRRA BERA BÓTAÁBYRGÐ GAGNVART NOTANDA VEGNA NOTKUNAR EÐA MISNOTKUNAR EÐA TILTRÚAR VIÐKOMANDI NOTANDA Á VEFSVÆÐIÐ EÐA FORSKRIFTINA SEM TIL ER KOMIN Í TENGSLUM VIÐ ÞENNAN SAMNING EÐA INNTAK HANS. SLÍK TAKMÖRKUN Á BÓTAÁBYRGÐ SKAL EIGA VIÐ TIL AÐ KOMA Í VEG FYRIR ENDURGREIÐSLU VEGNA BEINS, ÓBEINS, TILFALLANDI, SÉRSTAKS EÐA REFSIVERÐS SKAÐA, HVORT SEM SLÍK KRAFA ER BYGGÐ Á ÁBYRGÐ, SAMNINGI, LÖGBROTI (SEM EINNIG NÆR TIL GÁLEYSIS) EÐA ANNARS, (JAFNVEL ÞÓTT STUÐNINGSAÐILUM EÐA LEYFISVEITENDUM ÞEIRRA HAFI VERIÐ TILKYNNT UM MÖGULEIKA Á SLÍKUM SKAÐABÓTUM). SLÍK TAKMÖRKUN Á BÓTAÁBYRGÐ SKAL EIGA VIÐ HVORT SEM SKAÐABÆTURNAR ERU TIL KOMNAR VEGNA NOTKUNAR EÐA MISNOTKUNAR OG TILTRÚAR Á VEFSVÆÐIÐ, VEGNA VANGETU TIL AÐ NOTA VEFSVÆÐIÐ EÐA VEGNA TRUFLUNAR Á, TÍMABUNDINNAR NIÐURFELLINGAR EÐA LOKUNAR VEFSVÆÐISINS (ÞAR Á MEÐAL SKAÐABÆTUR SEM ÞRIÐJI AÐILI STOFNAR TIL). ÞESSI TAKMÖRKUN SKAL EINNIG EIGA, ÁN TAKMARKANA, VIÐ KOSTNAÐ VEGNA KAUPA Á STAÐGENGILSVÖRU EÐA -ÞJÓNUSTU, TAPAÐS HAGNAÐAR EÐA GAGNATAPS. SLÍK TAKMÖRKUN SKAL ENNFREMUR GILDA AÐ ÞVÍ ER VARÐAR AFKÖST EÐA SKORT Á AFKÖSTUM VEFSVÆÐISINS EÐA UPPLÝSINGAR SEM BIRTAST Á EÐA, Á NOKKURN HÁTT, Í TENGSLUM VIÐ VEFSVÆÐIÐ. SLÍK TAKMÖRKUN SKAL EIGA VIÐ ÞRÁTT FYRIR AÐ ÞAÐ BRJÓTI GEGN INNTAKI TAKMARKAÐRA ÚRRÆÐA OG AÐ ÞVÍ MARKI SEM LÖG LEYFA.

Persónuvernd


Við gerum enga tilraun til að persónugreina notendur vefsvæðisins. Persónugreinanlegum göngum er ekki safnað á vefsvæðinu eða þau birt þriðju aðilum í neinum tilgangi. Ópersónugreinanleg gögn sem við söfnum í tengslum við vefsvæðið eru eingöngu notuð fyrir stjórnun netþjóna og almenna stjórnun vefsvæðisins. Þetta á ekki við um tölvupóst sem sendur er á netföng tengiliða sem finna má á vefsvæðinu, sem kunna að innihalda persónugreinanlegar upplýsingar, og sem við munum eingöngu nota, eftir þörfum, til að senda svar á viðeigandi netfang.

Við skráum http-beiðnir á vefsvæðinu. Af þeim sökum fáum við upplýsingar um IP-tölu þeirrar vélar sem sendir beiðni um vefslóð vefsvæðis. Við skráum ekki auðkennandi upplýsingar um þá sem opna vefsvæðið. Við kunnum að greina annálaskrárnar okkar til að greina hvernig vefsvæðið er notað. Skráðar upplýsingar eru settar í varanlega geymslu sem efni fyrir stjórnun og rannsóknir, en þær eru ekki birtar öðrum en starfsfólki stuðningsaðilanna. Uppsafnaðar, ópersónugreinanlegar tölfræðilegar upplýsingar úr annálum okkar kunna að vera notaðar í rannsóknartilgangi.

Ýmis ákvæði


Þessir þjónustuskilmálar falla undir og eru túlkaðir á grunni laga Kaliforníuríkis, án tillits til ákvæða þeirra um misræmi í lögum eða laga í því ríki eða landi sem þú átt lögheimili í. Ef, af einhverri ástæðu, dómstóll í lögbærri lögsögu dæmir tiltekið ákvæði eða hluta þjónustuskilmálanna óframkvæmanlegan skal það sem eftir stendur af þjónustuskilmálunum halda fullu gildi.

Þessi þjónustuskilmálar teljast vera fullgildur samningur á milli þín og stuðningsaðilanna hvað viðkemur inntaki hans og þeir leysa af hólmi og koma í stað alls eldra eða yfirstandandi samkomulags eða samninga, hvort sem er skriflegra eða munnlegra, varðandi slíkt inntak. Hvers kyns afsal réttinda og fyrirvarar í þessum þjónustuskilmálum tekur aðeins gildi ef það er skriflegt og undirritað af öllum stuðningsaðilunum.